Ki­afell

 

Kiðafell er bær við utanverðan Hvalfjörð. Bærinn stendur undir Eyrarfjalli á fornum eyrum sem myndast hafa þegar sjávarstaða var u.þ.b. 80 metrum hærri en hún er nú. Jökulvatn kom þá fram Miðdalinn. Framan við bæinn er dalur sem áin hefur grafið út þegar land lyftist þegar jöklum létti af landinu. Hólarnir næst firðinum eru leifar af jökulgarði sem skriðjökullinn, sem kom út Hvalfjörð, ýtti upp til hliðar. Kiðafellsá rennur um dalinn og veiðist þar bæði lax og silungur.
Svartkell keltneski er talin hafa verið landnámsmaður á Kiðafelli og síðan á Eyri. Nú búa á Kiðafelli Sigurbjörn Hjaltason og Bergþóra Andrésdóttir. Bústofninn er um 25 kýr að kjötframleiðslu kyni og um 250 ær. Þá er nokkuð af hrossum á bænum en þar er veitt þjónusta varðandi uppeldi og fóðrun hrossa þéttbýlisbúa. Samansafnið sem er safn ótrúlegustu hluta er í gömlu útihúsunum og er tekið á móti heimsóknum á safnið eftir samkomulagi. Bergþóra rekur ferðaþjónustu á jörðinni Eyrarkoti rétt innan við Kiðafell. Þar er gistiaðstaða fyrir 10 manns og samkomusalur fyrir allt að 50 manns.
Matarbúrið á Hálsi sér um að selja nautakjötið sem framleitt er á bænum og einnig tvíreykt hangikjöt sem framleitt er fyrir stórhátíðir. Mikil áhersla er lögð á að hangikjötið sem og aðrar vörur, sem seldar eru hjá Matarbúrinu, standist væntingar kaupenda.
Hßls Ý Kjˇs|276 MosfellsbŠr|SÝmi 897-7017|www.hals.is|hals@hals.is
OpnunartÝmi Matarb˙rsins F÷studaga, 16:00 - 20:00|Laugardaga og sunnudaga 14:00 - 18:00