Unnar kjötvörur

 Það eru ýmsar tegundir af unnum kjötvörum í boði hjá okkur. Unnu kjötvörurnar okkar innihalda engin aukaefni s.s. þráavarnarefni, rotvarnarefni, bindiefni eða slíkt. Þær innihalda bara kjöt og krydd.

 

 

Nautabratwurst Matarbúrsins er matarmikil pylsa úr gæðahráefni.

Rúllubaggi er einfaldur og góður réttur gerður úr pylsumarning sem er fyrst vafinn inn í beikon sneiðar og svo að lokum inn í safaríka sneið að þunnskornum nautavöðva.

 

Reykt Nautaálegg er valkostur ofaná brauð. Léttsaltaður nautavöðvi örlítið reyktur og svo soðinn. Tilvalinn á brauð eða á heimatilbúna pizzu til dæmis.

Hįls ķ Kjós|276 Mosfellsbęr|Sķmi 897-7017|www.hals.is|hals@hals.is
Opnunartķmi Matarbśrsins Föstudaga, 16:00 - 20:00|Laugardaga og sunnudaga 14:00 - 18:00