Grasfˇ­run

Kostirnir við grasfóðrun eru ótvíræðir fyrir gripina. Með grasfóðrun fá þeir það fóður sem er þeim náttúrulegt en nautgripir eru grasbítar og jórturdýr. Melting þeirra er því sérhæfð fyrir grasfóðrun. Fóðrun á náttúrulegu fæði gripanna er talið auka heilbrigði dýranna til muna. 

Fyrir neytandann eru kostirnir líka ótvíræðir, samkvæmt rannsókn sem var gerð af Rowett rannsóknarstofnuninni í Aberdeen, kom í ljós að grasfóðrað nautakjöt hafði sömu jákvæðu áhrif á heilsu manna og neysla á fiski. Ástæðan: grasfóðrað nautakjöt er ríkt af Omega-3 fitusýrum.

Grasfóðrað nautakjöt hefur lágt hlutfall af mettuðum fitusýrum. Það er hinsvegar ríkt af Omega-3 fitusýrum (sem hafa góð áhrif á hjartað) og andoxunarefnunum A og E. Í grasfóðruðu nautakjöti er einnig meira af CLA (conjugated linoleic acid) fitusýrum en í hefðbundnu nautakjöti. CLA hefur verið rannsakað ítarlega og hefur sýnt fram á  að neysla þess dregur úr æxlismyndun og er mjög góð krabbameinsvörn. 

 

Hßls Ý Kjˇs|276 MosfellsbŠr|SÝmi 897-7017|www.hals.is|hals@hals.is
OpnunartÝmi Matarb˙rsins F÷studaga, 16:00 - 20:00|Laugardaga og sunnudaga 14:00 - 18:00